Innlent

Sýknaður af ákæru um flöskukast

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás en honum var gefið að sök að hafa hent glerflösku í annan mann þannig að hann hlaut skurð í andliti og gleraugu hans brotnuðu.

Atvikið átti sér stað á dansleik í apríl síðastliðnum. Hinn ákærði neitaði sök og fékk framburður hans stuðning frá sambýliskonu hans. Vinur fórnarlambsins hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði kastað flöskunni.

Sagði dómurinn að þar sem engin önnur sönnunargögn væru í málinu en framburður vitna og þar sem hann stangaðist á væri ekki komin fram óyggjandi sönnun fyrir því að hinn ákærði hefði kastað flöskunni. Var hann því sýknaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×