Innlent

Skipbrotsmennirnir heilir heim

Dragnótabáturinn Sólborg kom til Reykjavíkur á miðnætti með báða skipbrotsmennina af hraðfiskibátnum Mávanesi, sem brann og sökk á Faxaflóa í gærkvöldi. Þeir voru heilir á húfi.

Eftir að eldurinn kom upp og breiddist hratt um bátinn, forðuðu skipverjarnir sér í gúmmíbát og dvöldu þar í hálftíma áður en Sólborgin kom að þeim. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar lögð af stað og tveir harðbotna björgunarbátar frá Snæfellsnesi, en þeim var snúið við. Tilraunir til að koma taug í í Mávanes og draga það að landi, báru ekki árangur. Eldsupptök eru ókunn. Útgerðarfélagið Shark, eða hákarl, er skráð fyrir útgerð bátsins en Glitnir- fjárfesting, er skráður eigandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×