Erlent

Verja kínversk skip gegn sjóræningjum

Kínversk herskip héldu í dag að ströndum Sómalíu, þar sem þeim er ætlað að verja kínversk skip fyrir árásum sjóræningja. Sjórán hafa færst mikið í aukanna út fyrir Sómalíu undanfarin misseri og hafa sjóræningjar stundum haft tugi skipa í gíslingu vikum saman.

Algengast er að þeir krefjist lausnargjalds fyrir skipin en auk þess ræna þeir öllu verðmætu um borð. Kínverjar sendu tvö herskip og fylgdarskip vopnuð stýriflaugum og með þyrlum um borð. Kínverskir hermenn hafa verið þjálfaðir sérstaklega í að fara um borð í skip og yfirbuga sjóræningja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×