Einar Jökull fékk níu og hálft ár í Fáskrúðsfjarðarmáli og felldi tár 15. febrúar 2008 09:23 Frá Seyðisfirði. Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð. Pólstjörnumálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sex sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu voru í dag dæmdir í tæplega þrjátíu og tveggja ára fangelsi samtals fyrir að flytja inn nærri 40 kíló af fíkniefnum. Dómur í máli þeirra var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull Einarsson, sem játaði að hafa skipulagt innflutninginn, fékk þyngstan dóm, eða níu og hálft ár. Hann felldi tár þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun. Guðbjarni Traustason, annar þeirra sem flutti efnin yfir hafið í skútu, hlaut sjö ára dóm og fimm mánuði til viðbótar og Alvar Óskarsson, sem var með honum í bátnum, hlaut sjö ára dóm. Marinó Einar Árnason, sem taka átti á móti fíkniefnunum í Fáskrúðsfjarðarhöfn, hlaut fimm og hálfs árs dóm og og Bjarni Hrafnkelsson, sem bjó um fíkniefnin í Kaupmannahöfn, hlaut átján mánaða dóm. Arnar Gústafsson, sem hafði tekið að sér að fela efnin á sumarbústaðalandi í Rangárvallasýslu, hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm en efnin komust aldrei í hendur hans. Sakborningar játuðu allir aðild að málinu en gerðu ýmsa fyrirvara, meðal annars um magn efnanna. Auk fangelsisrefsingarinnar voru efnin, 23,6 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1746 e-töflur auk gramms af kannabis, gerð upptæk með dómnum. Til frádráttar dómnum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá því að þeir voru handteknir. Auk þessa ber mönnunum sex að greiða á níundu milljón króna í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Allir sakborningarnir sögðust myndu una dómi nema Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason sem kæra munu til Hæstaréttar. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari í málinu var stödd erlendis þegar Vísir náði á hana. Hún sagði að dómsniðurstaðan yrði skoðuð en vildi ekkert að öðru leyti tjá sig um dóminn, sem hún hafði ekki séð.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira