Lífið

Nýtt myndband Leoncie: „Enginn Þríkantur Hér“

Leoncie
Leoncie

Indverska prinsessan Leoncie hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið, Enginn Þríkantur hér. Lagið er sungið á íslensku en með enskum texta og útleggst sem, No threesome here, á ensku. Myndbandið er fjölbreytt og óhætt að segja að prinsessan fari óhefðbundnar leiðir.

Í myndbandinu má m.a. sjá uppblásna dúkku, lögreglubúning, nunnu og ógleymanlegt píanósóló.

Í Fréttablaðinu í morgun hvetur Leoncie fólk til þess að kíkja á myndbandið á youtube og sjá allt hrósið sem hún hefur fengið frá Bandaríkjunum.

Hægt er að horfa á myndbandið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.