Enski boltinn

Ronaldo á bekknum hjá United

AFP

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea og Manchester United fyrir risaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem hefst klukkan eitt.

Luiz Scolari stjóri Chelsea stillir upp sama byrjunarliði og burstaði Bordeaux í Meistaradeildinni í vikunni, en nokkrar breytingar eru á liði gestanna.

Dimitar Berbatov verður í framlínunni með Wayne Rooney en Carloz Tevez og Cristiano Ronaldo sitja á bekknum. Owen Hargreaves kemur inn á miðjuna í stað Michael Carrick og þá verður Johnny Evans í hjarta varnarinnar í stað Nemanja Vidic.

Ein breyting varð á liði Chelsea á síðustu stundu, en Deco meiddist í upphitun og því kemur Michael Ballack inn í byrjunarliðið.

Chelsea: Cech, Bosingwa, Carvalho, Terry, Ashley Cole, Obi, Joe Cole, Ballack, Lampard, Malouda, Anelka.

Varamenn: Cudicini, Drogba, Bridge, Kalou, Alex, Belletti.

Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Evans, Evra, Fletcher, Hargreaves, Scholes, Park, Berbatov, Rooney.

Varamenn: Kuszczak, Brown, Ronaldo, Giggs, Nani, O'Shea, Tevez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×