Enski boltinn

Hughes: Fullkominn dagur

Mark Hughes klappar Robinho á kollinn í dag
Mark Hughes klappar Robinho á kollinn í dag AFP

Mark Hughes stjóri Manchester City var að vonum ánægður í dag þegar hans menn rótburstuðu Portsmouth 6-0 í ensku úrvalsdeildinni.

Framlína City bauð á köflum upp á sannkallaða sambatakta, en það er ekki orðum aukið eftir sýningu þeirra og Robinho, Elano, Jo og síðast en ekki síst hins spræka Shaun Wright-Phillips í dag.

Þessi frammistaða liðsins setti punktinn fyrir aftan dag þar sem tilkynnt var að nýju eigendur félagsins myndu klára yfirtökuna formlega á þriðjudag.

"Á pappírunum var þessi leikur gríðarlega erfiður, en mér fannst lið mitt spila einstaklega vel í dag. Flæði í leik okkar og vilji leikmanna var til fyrirmyndar. Við erum með einstaklinga í okkar röðum í dag sem hafa yfir mikilli tækni að ráða og það skein í gegn í dag," sagði Hughes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×