Enski boltinn

Villa í fjórða sætið eftir sigur á WBA

John Carew skoraði fyrir Villa í dag
John Carew skoraði fyrir Villa í dag AFP

Aston Villa vann 2-1 sigur á grönnum sínum í West Brom í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Segja má að Villa hafi gert út um leikinn um miðbik fyrri hálfleiks þegar þeir John Carew og Gabriel Agbonlahor skoruðu tvö mör með rúmlega hálfrar mínútu millibili.

James Morrison minnkaði muninn fyrir West Brom eftir klaufaskap hjá Brad Friedel markverði Villa, en lengra komust heimamenn ekki. Norðmaðurinn Carew átti til að mynda tvö skot í tréverkið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×