Enski boltinn

United yfir gegn Chelsea í hálfleik

Van der Sar meiddist í fyrri hálfleik
Van der Sar meiddist í fyrri hálfleik AFP
Nú er kominn hálfleikur í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á Stamford Bridge í leik sem hefur verið mjög fjörlegur.

Það var Kóreumaðurinn Park sem skoraði markið sem skilur liðin að á 18. mínútu leiksins eftir laglega sókn gestanna.

Nokkur meiðsli hafa sett svip sinn á leikinn. Deco meiddist í upphitun hjá Chelsea og þegar skammt var liðið á leikinn þurfti miðvörðurinn Carvalho að fara meiddur af velli.

Sömu sögu er að segja af liði United, en það missti markvörðinn Van der Sar meiddan af velli eftur um hálftíma leik og í stað hans kom Pólverjinn Kuszczak.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×