Enski boltinn

Lélegasti varnarleikur sem ég hef séð

AFP

Harry Redknapp var mjög óhress með varnarleik sinna manna í Portsmouth í dag þegar þeir fengu 6-0 skell gegn Manchester City.

"Það er erfitt að koma orðum að þessu, ég er afar vonsvikinn. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mörg ódýr mörk gefin í einum knattspyrnuleik. Fyrstu tvö mörkin sem við gáfum þeim voru skelfileg og það var erfitt að vera 2-0 undir í hálfleik. Þegar við svo reyndum að sækja í þeim síðari, varð vörnin hjá okkur skelfileg. Ég hef aldrei séð svona lélega vörn," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×