Enski boltinn

Kapphlaupið um Ronaldo byrjar aftur í janúar

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson viðurkennir að áhugi Real Madrid á Cristiano Ronaldo hafi líklega ekki dvínað þó leikmaðurinn hafi ákveðið að vera áfram hjá Manchester United. Hann reiknar með að sápuóperan haldi áfram í janúar.

"Áhugi Real Madrid mun halda áfram. Þeir keyptu enga leikmenn í sumar og eru að fá gagnrýni fyrir það. Bernd Schuster á eftir að vilja kaupa leikmenn og ég er viss um að fréttirnar um Ronaldo byrja aftur í janúar," sagði Ferguson í samtali við Daily Star.

Hann vonar þó að Portúgalinn verði áfram á Englandi og bendir á að hann eigi fjögur ár eftir af samningi sínum við United.

"Ég er undir það búinn núna að sögusagnirnar haldi áfram en ég vona að Ronaldo sé kominn hingað til að vera. Hann á fjögur ár eftir af samningnum sínum og því getum við haldið aftur af Real með því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×