Enski boltinn

Bellamy á jafnvel von á að vera seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy í leik með West Ham.
Craig Bellamy í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Craig Bellamy, leikmaður West Ham, segist eiga alveg eins von á því að hann verði seldur í næsta mánuði vegna óvissu um fjárhag félagsins.

Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni í fjárhagskreppunni og sagði í vikunni að söluferli West Ham væri í fullum gangi. Eignarhaldsfélag West Ham, Hansa, er nú í greiðslustöðvun.

Þá á West Ham um 30 milljóna punda sekt yfir höfði sér vegna Tevez-málsins svokallaða.

„Maður veit ekki hvort þeir muni taka tilboðum eða hafna þeim," sagði Bellamy í samtali við enska fjölmiðla. „Gott dæmi er Anton Ferdinand. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri á leið í burtu og svo var hann seldur til Sunderland."

Bellamy sagði einnig að West Ham hafi hafnað tilboði í sig frá Manchester City í lok sumars. „Ég er ekki að segja að fleiri félög muni bjóða í mig. En einhver tilboð berast og félagið hafnar þeim verð ég enn tryggur leikmaður West Ham."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×