Enski boltinn

Everton á eftir Vagner Love

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vagner Love í leik með CSKA Moskvu.
Vagner Love í leik með CSKA Moskvu. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Vagner Love segir að enska úrvalsdeildarfélagið Everton hafi komið að máli við sig með það fyrir augum að fá hann til félagsins nú í janúar.

Love er á mála hjá CSKA Moskvu í Rússlandi og hefur verið undanfarin fjögur ár. Hann segist nú ólmur vilja koma til Englands og feta þar með í fótspor í landa síns, Jo.

David Moyes, stjóri Everton, mun vera áhugasamur um að bæta framherja við leikmannahóp félagsins nú í janúar eftir að þeir Yakubu og James Vaughan urðu báðir fyrir alvarlegum meiðslum.

„Það hefur aðeins eitt félag haft samband og það er Everton," er haft eftir Love í The Sun. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur að semja við forseta CSKA um lausn undan samningi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×