Jack Collison hefur framlengt samning sinn við West Ham til ársins 2013 en hann þykir með efnilegri leikmönnum félagsins.
Collisson er 20 ára gamall og hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á leiktíðinni.
„Þetta hefur verið frábært ár fyrir mig. Það var góð jólagjöf að fá þennan samning og gott að enda árið á þeim nótum," sagði Collison við heimasíðu West Ham.
„Ég vil núna gera atlögu að föstu byrjunarliðssæti og tel mig eiga góðan möguleika á því. Ég er ánægður með að félagið vilji halda mér svo lengi og nú get ég einbeitt mér að fullu að fótboltanum."