Enski boltinn

Guðjón annar tveggja sem koma til greina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson gæti verið á leið til Crewe.
Guðjón Þórðarson gæti verið á leið til Crewe. Mynd/Daníel

Samkvæmt heimildum BBC mun Guðjón Þórðarson vera annar tveggja sem koma til greina í starf knattspyrnustjóra Crewe Alexandra.

Hinn aðilinn mun vera John Ward sem var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Carlisle í nóvember síðastliðinn.

Forráðamenn Crewe munu hafa hitt bæði Guðjón og Ward vegna starfsins og er búist við því að þeir munu taka ákvörðun á allra næstu dögum.

Sjálfur sagði Guðjón í samtali við Vísi í morgun að það væri ekkert við þetta að bæta. „Svona er þessi bransi bara - þetta kemur bara í ljós," sagði Guðjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×