Íslenski boltinn

Fram vann Fylki aftur 3-0

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fram vann Fylki í Laugardalnum í kvöld.
Fram vann Fylki í Laugardalnum í kvöld.

Framarar unnu Fylkismenn með þremur mörkum gegn engu í Landsbankadeild karla í kvöld. Joseph Tillen skoraði tvö af mörkunum en hitt gerði Hjálmar Þórarinsson.

Framarar virðast hafa ágætis tök á Fylkisliðinu en þeir unnu með sömu markatölu þegar liðin áttust við í fyrstu umferð deildarinnar.

Framarar eru með átján stig í sjöunda sæti deildarinnar en Fylkir er í tíunda sæti með tólf stig, fimm stigum frá fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×