Enski boltinn

City féll úr bikarnum

Leikmenn Brighton fögnuðu sigri á City í kvöld
Leikmenn Brighton fögnuðu sigri á City í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Milljarðamæringar Manchester City máttu í kvöld bíta í það súra epli að falla út úr enska deildarbikarnum gegn Brighton. Staðan var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en Brighton liðið sem spilar í þriðju efstu deild á Englandi, reyndist sterkara í vítakeppninni.

Brighton átti stangarskot áður en Gelson Fernandes kom City yfir í leiknum. Glenn Murray jafnaði fyrir heimamenn í lokin og sendi leikinn í framlengingu, þar sem Anyinsah kom Brighton yfir en Stephen Ireland knúði fram vítakeppni.

Þessi leikur var liður í annari umferð bikarkeppninnar og í þriðju umferðinni mætir liðið Derby.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×