Enski boltinn

Enski bikarinn: Portsmouth fékk annan skell

Michael Owen og Nicky Butt voru niðurlútir eftir enn eitt tapið hjá Newcastle
Michael Owen og Nicky Butt voru niðurlútir eftir enn eitt tapið hjá Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir áhugaverðir leikir voru á dagskrá í enska deildarbikarnum í kvöld og þar bar hæst að Aston Villa, Newcastle og Portsmouth féllu úr leik eftir fremur grátleg töp.

Hermann Hreiðarsson var á ný í liði Portsmouth sem fékk annan skellinn á nokkrum dögum þegar það steinlá 4-0 heima fyrir Chelsea. Portsmouth hefur ekki unnið Chelsea í sextíu ár og á því varð engin breyting í kvöld.

Frank Lampard skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í kvöld og þeir Salomon Kalou og Flaurent Malouda sitt markið hvor.

B-deildarliðið QPR gerði sér lítið fyrir og lagði Aston Villa 1-0 á útivelli þar sem Damion Stewart skoraði sigurmark QPR.

Tottenham lagði Newcastle 2-1 á St. Jame´s Park í hrútleiðinlegum leik tveggja liða sem hafa byrjað leiktíðina skelflega í úrvalsdeildinni. Roman Pavlyuchenko og Jamie O´Hara komu gestunum í 2-0 fyrir framan hálftóman völl, en Michael Owen klóraði í bakkann fyrir dapra heimamenn.

Wigan vann 4-1 útisigur á Ipswich og Martin Olsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Blackburn í 1-0 sigri liðsins á Everton á Ewood Park.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×