Enski boltinn

Pogatetz biðst afsökunar

Hér má sjá tæklingu Pogatetz í gær
Hér má sjá tæklingu Pogatetz í gær NordicPhotos/GettyImages

Emanuel Pogatetz, fyrirliði Middlesbrough, hefur beðist afsökunar á tæklingunni ljótu á Rodrigo Possebon hjá Manchester United í gær.

Hinn ungi Possebon meiddist illa eftir viðskiptin og óttast var um tíma að hann væri fótbrotinn, en síðar kom á daginn að svo var ekki.

Pogatetz segist sjá eftir tæklingunni. "Ég var að reyna að ná til boltans en ég sé nú að tímasetningin var slæm. Fyrst hélt ég að rautt spjald væri of þungur tómur af því ég náði til boltans, en eftir að hafa séð þetta í sjónvarpinu átta ég mig á því að dómarinn gerði rétt að reka mig af velli," sagði Rodrigo á heimasíðu Middlesbrough.

"Ég ætla að hringja í Rodrigo og biðjast afsökunar á að hafa meitt hann. Ég vona að hann verði ekki lengi frá keppni og nái sér sem allra fyrst," sagði Austurríkismaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×