Enski boltinn

Possebon óbrotinn

NordicPhotos/GettyImages

Rodrigo Possebon hjá Manchester United er ekki fótbrotinn eftir skelfilega tæklingu sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Middlesbrough í gær eins og óttast var í fyrstu.

Hinn ungi Possebon var borinn af velli eftir háskalega tveggja fóta tæklingu Emanuel Pogatetz í 3-1 sigri heimamanna í gær og óttuðust menn strax að hann væri fótbrotinn.

Nú hefur verið staðfest á heimasíðu félagsins að hann hafi sloppið við fótbrot, en enn er ekki komið í ljós hvort hann varð fyrir liðbandaskaða.

Tækling Pogatetz vakti mikla reiði Alex Ferguson, en Austurríkismanninum var umsvifalaust vikið af leikvelli fyrir þetta glórulausa brot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×