Innlent

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Minnt er á mikilvægi íslenskunnar með ýmsum hætti. Málræktarþing hefst í hátíðasal Háskóla Íslands klukkan tvö þar sem menntamálaráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Jafnframt verða kynntar tillögur að íslenskri málstefnu.

Í Þjóðmenningarhúsinu við Arnarhól er opið hús og fyrirlestrar og boðið upp fjölskylduleiðsögn um handritasýningu Árnastofnunar klukkan eitt og klukkan þrjú. Og klukkan fjögur verða í Ráðhúsi Reykjavíkur afhent íslenskuverðlaun menntaráðs borgarinnar til grunnskólanemenda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×