Enski boltinn

Leikmenn Liverpool að ná heilsu

Daniel Agger hefur verið lengi frá vegna meiðsla
Daniel Agger hefur verið lengi frá vegna meiðsla Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að danski varnarmaðurinn Daniel Agger yrði í hóp Liverpool á sunnudaginn þegar liðið sækir Bolton heim í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Miðvörðurinn sterki hefur verið frá í fimm mánuði vegna ristarbrots.

Agger spilaði með varaliði Liverpool í vikunni og kom ágætlega út úr því. Þá gæti verið að miðvörðurinn Martin Skrtel verði klár í slaginn eftir að hafa misst úr þrjá leiki vegna meiðsla á kálfa. Harry Kewell og Xabi Alonso spiluðu líka með varaliði Liverpool í vikunni og eru að ná fyrra formi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×