Enski boltinn

Ótrúlegt að vængmaður skori svona mikið

Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson hrósaði Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í tilefni af leik Manchester United og Fulham á morgun. Í þessum sama leik í fyrra skoraði hann sigurmark United á síðustu mínútunum og fór langt með að tryggja liðinu titilinn.

Ronaldo er þegar búinn að skora 21 mark í deildinni í vetur og er markahæstur. Hann hefur þegar skorað fjórum mörkum meira en í fyrra og margir héldu að það yrði honum erfitt. Þetta er ekki síður merkilegt þegar haft er í huga að Ronaldo er kantmaður en ekki framherji.

"Ronaldo hefur stundum spilað í framlínunni hjá okkur en aðeins fjögur af mörkunum hans hafa komið úr þeirri stöðu - en þau skoraði hann reyndar í aðeins tveimur leikjum, sem er ekki dónalegt. En að hann skuli skora öll þessi mörk sem kantmaður er auðvitað ótrúlegt," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×