Enski boltinn

Hicks: Gillett selur ekki án míns leyfis

Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks segir að hann muni ekki leyfa félaga sínum George Gillett að selja hlut sinn í Liverpool nema með sínu leyfi, en talið er að Gillett vilji losna út úr félaginu.

Hicks hefur lýst því yfir að hann sé alls ekki á þeim buxunum að hætta afskiptum sínum af Liverpool, en framtíð félaga hans er nokkuð óljós.

"Ég hef ekki aðeins útilokað að selja hlut minn - heldur getur félagi minn ekki selt nema hafa mitt samþykki fyrir því. Ég hef því mikið að segja til um hvað gerist hérna og er í hringiðu hlutanna. Ég get ekki enn gefið upp hvernig málin standa, en ég er í góðri aðstöðu til að laga stöðuna," sagði Hicks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×