Enski boltinn

Leikmenn Espanyol vekja áhuga Tottenham

Daniel Jarque
Daniel Jarque Nordic Photos / Getty Images

Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á tveimur af leikmönnum spænska liðsins Espanyol í sumar. Þetta eru kamerúnski markvörðurinn Carlos Kameni og spænski miðvörðurinn Daniel Jarque.

Poyet viðurkenndi í viðtali við katalónska útvarpsstöð að Espanyol mennirnir væru til skoðunar hjá Tottenham í sumar, en innkaupalistinn hjá Juande Ramos knattspyrnustjóra er sagður langur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×