Íslenski boltinn

Lítið skorað í fyrri hálfleik

Keflvíkingar hafa 1-0 yfir gegn Fylki í hálfleik
Keflvíkingar hafa 1-0 yfir gegn Fylki í hálfleik Mynd/Víkurfréttir

Aðeins þrjú mörk hafa litið dagsins ljós í leikjunum fjórum sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeildinni, en þar er nú kominn hálfleikur.

Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í Keflavík þar sem Hólmar Örn Rúnarsson skoraði mark heimamanna beint úr hornspyrnu við litla hrifningu gestanna - sem vildu meina að brotið hefði verið á Fjalari markverði. Annars hafa heimamenn verið nokkuð sterkari í fyrri hálfleiknum.

Staðan í leik Fjölnis og KR í Grafarvogi er jöfn 1-1 í hálfleik. Guðjón Baldvinsson hefur verið sprækur í liði KR og kom liðinu í 1-0 eftir 27 mínútur, en Ásgeir Aron Ásgeirsson jafnaði fyrir Fjölni aðeins fimm mínútum síðar.

Ekkert mark er komið í leiki Fram-HK á Laugardalsvellinum og Breiðabliks og Þróttar í Kópavogi.

Leikur FH og ÍA hófst klukkan 20 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×