Lífið

Ekki bara hommabúð

ellyarmanns skrifar
Beggi og Pacas ásamt Svanhildi Hólm á Stöð 2  áberandi flottir í klæðaburði.
Beggi og Pacas ásamt Svanhildi Hólm á Stöð 2 áberandi flottir í klæðaburði.

„Við vorum búin að ákveða að hafa tískusýningu hjá Jóa og félögum en vegna tímaskorts breyttum við því og dressuðum Begga og Pacas upp fyrir þeitta eina kvöld," svarar Lára Ævarsdóttir eigandi tískuverslunarinnar Moods of Norway á Hverfisgötu þegar Vísir spyr hana hvort hún eigi heiðurinn af klæðaburði Begga og Pacas á skjánum og hvernig samstarfið kom til.

Villy Þór Ólafsson annar eigandi Moods of Norway sem er ný tískuverslun á Hverfisgötu 37.

„Beggi og Pacas voru eins og krakkar í nammibúð þegar þeir komu í búðina til okkar og spurðu hvort þeir mættu nota fötin frá okkur í sjónvarpinu. Við sögðum auðvitað alveg sjálfsagt enda eru þeir mjög klæðilegir í þessum fötum."

 

Eru fötin sérsniðin fyrir homma?

„Nei þetta er búð fyrir alla. Málið er bara að íslenskir karlmenn taka sig stundum of alvarlega í klæðnaði. Þeir sem pikka upp þessa tísku leyfa sér að vera frumlegir."

„Strákarnir eru að komast í gírinn hér á landi. Þeir eru farnir að kaupa sér köflótt jakkaföt hvort sem þeir eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, ungir eða gamlir."

„Meginmarkmið Moods Of Norway, fyrir utan það að gera ömmu hamingjusama, er að gera hamingjusöm föt fyrir hamingjusamt fólk um allan heim."

Hér má sjá Begga og Pacas grilla í nýju fötunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.