Íslenski boltinn

Valur burstaði NSÍ

Valsmenn unnu í dag sannfærandi 5-2 sigur á færeyska liðinu NSÍ í hinum árlega leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Valsmenn höfðu yfir 2-1 í hálfleik og komust í 5-1 í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn.

Pálmi Rafn Pálmason skoraði tvö mörk fyrir Valsmenn og þeir Birkir Már Sævarsson, Baldur Aðalsteinsson og Dennis Bo Mortensen skoruðu eitt hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×