Erlent

Feitir rússneskir hershöfðingjar í megrun

Rússneski herinn hefur sett af stað líkamsræktarprógramm til að hjálpa hershöfðingjum að léttast og passa betur í nýjan einkennisfatnað sem hannaður hefur verið. Þriðjungur háttsettra liðsforingja eru yfir kjörþyngd og 25 prósent þeirra stóðust ekki líkamshreystipróf samkvæmt upplýsingum Vyacheslav Sedov talsmanni varnarmálaráðuneytisins.

Herinn mun nú setja átakið af stað um leið og hann reynir að færast yfir í flottari einkennisfatnað sem hannaður er af Valentin Yudashkin, að því er segir í Daily Telegraph. Stíll fatnaðarins færist frá búningum Rauða hersins út í grennri og mátulegri búninga.

„Nýju búningarnir ættu að passa við það sem er inn í þeim," sagði Sedov.

„Herinn mun byggja líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og íþróttahallir til að fá liðsforingjana aftur í gott form," bætti hann við. Herferð verður einnig hrundið af stað til að koma íþróttameðvitund inn í herinn.

Líkamshreystiprófin voru skipulögð af Vladimir Shamanov hershöfðingja sem var sæmdur heiðursmerki rússneska ríkisins fyrir þjónustu hans í Tsjetséníu. Hann sagði að hermenn sem eru ekki í formi þurfi meiri líkamsæfingar, sérstaklega aerobik æfingar.

Í prófinu er hreysti hermanna mælt í hlaupi, sundi og skotfimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×