Íslenski boltinn

Markalaust á Skaganum

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fjórir leikir voru í Landsbankadeild karla í dag. ÍA og Valur gerðu markalaust jafntefli á Skaganum en Andri Júlíusson, leikmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið seint í leiknum.

Þróttur vann HK 2-1 í Laugardal. Heimamenn fengu óskabyrjun þegar Hjörtur Hjartarson skoraði eftir 45 sekúndna leik. Dennis Danry bætti við marki beint úr aukaspyrnu en Mitja Brulc minnkaði muninn úr víti. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Björgólfur Takefusa skoraði öll þrjú mörk KR sem vann 3-0 sigur á Fylki. Þá vann Keflavík 1-0 útisigur á Grindavík en eina mark leiksins var sjálfsmark Andra Steins Birgissonar.

Fylgst var með öllum leikjum dagsins á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Slóð Boltavaktarinnar er visir.is/boltavakt.

Þróttur - HK 2-1

KR - Fylkir 3-0

ÍA - Valur 0-0

Grindavík - Keflavík 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×