Íslenski boltinn

Jóhann Guðmundsson á heimleið?

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 er Jóhann B Guðmundsson, sem verið hefur á mála hjá Gais í Svíþjóð, á leiðinni heim.

Formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur, sem staddur er í sumarfríi á Spáni, staðfesti að viðræður um hugsanlega endurkomu Jóhanns til Keflavíkur hefðu farið fram - en ekkert hefði verið ákveðið í málinu.

Það væri hinsvegar vilji Keflvíkinga að fá Jóhann heim á sinn gamla heimavöll, en þetta kæmist þó ekki á hreint fyrr en að loknu sumarfríi formannsins sem sleikir sólina á Iberiuskaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×