Innlent

Ekki aka með byssuna hlaðna

Geymið byssu og skot á læstum stöðum, ekki aka á veiðistað með byssuna hlaðna og hafið öryggið ávallt á þegar gengið er með byssu. Þetta er á meðal þeirra skilaboða sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sendir rjúpnaveiðimönnum, en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Margar skyttur munu eflaust leggja land undir fót og því vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina.

Smelltu hér að neðan til að sjá skilaboðin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×