Til skammar að RÚV sé í fararbroddi með fjöldauppsagnir 2. desember 2008 17:22 RÚV MYND/GVA Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum. Starfsfólk ríkisútvarpsins harmar einnig að fjársvelti og vanhugsuð stefna stjórnvalda og Alþingis hafi nú leitt til þess að skera verði niður um fimmtung með tilheyrandi fjöldauppsögnum. „Tekjur Ríkisútvarpsins hafa hins vegar dregist saman og ríkið hefur ekki staðið við þjónusamning. Að auki stendur til að setja hömlur á auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Verði hugmyndir um slíkt að veruleika, munu tekjur fyrirtækisins dragast saman um mörg hundruð milljónir með tilheyrandi samdrætti og uppsögnum tuga starfsmanna," segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins og það sé til skammar að það skuli vera í fararbroddi með fjöldauppsagnir þegar útlit er fyrir mesta atvinnuleysi í áratugi. „Hvernig getur það mögulega samræmst hagsmunum almennings eða ríkissjóðs að segja upp ríkisstarfsmönnum, til þess eins að greiða þeim atvinnuleysisbætur? Sparnaðurinn er enginn þegar á heildina er litið, en skaði einstakra starfsmanna og Ríkisútvarpsins í heild er hins vegar gríðarlegur." Starfsmenn Ríkisútvarpsins harma að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki séð aðra leið en að segja upp fólki og skerða laun. Rétt væri að þeir litu í eigin barm og deildu kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki er hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk er rekið í sparnaðarskyni. „Starfsmenn Ríkisútvarpsins krefjast þess að nýtilkynntar uppsagnir verði dregnar tafarlaust til baka. Þeir hafna allri skerðingu á kjörum og samningsbundnum réttindum, þ.m.t. flatri launalækkun. Sameiginlega bera Alþingi, ríkisstjórnin og æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins fulla ábyrgð á framtíð Ríkisútvarpsins." Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum. Starfsfólk ríkisútvarpsins harmar einnig að fjársvelti og vanhugsuð stefna stjórnvalda og Alþingis hafi nú leitt til þess að skera verði niður um fimmtung með tilheyrandi fjöldauppsögnum. „Tekjur Ríkisútvarpsins hafa hins vegar dregist saman og ríkið hefur ekki staðið við þjónusamning. Að auki stendur til að setja hömlur á auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Verði hugmyndir um slíkt að veruleika, munu tekjur fyrirtækisins dragast saman um mörg hundruð milljónir með tilheyrandi samdrætti og uppsögnum tuga starfsmanna," segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins og það sé til skammar að það skuli vera í fararbroddi með fjöldauppsagnir þegar útlit er fyrir mesta atvinnuleysi í áratugi. „Hvernig getur það mögulega samræmst hagsmunum almennings eða ríkissjóðs að segja upp ríkisstarfsmönnum, til þess eins að greiða þeim atvinnuleysisbætur? Sparnaðurinn er enginn þegar á heildina er litið, en skaði einstakra starfsmanna og Ríkisútvarpsins í heild er hins vegar gríðarlegur." Starfsmenn Ríkisútvarpsins harma að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki séð aðra leið en að segja upp fólki og skerða laun. Rétt væri að þeir litu í eigin barm og deildu kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki er hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk er rekið í sparnaðarskyni. „Starfsmenn Ríkisútvarpsins krefjast þess að nýtilkynntar uppsagnir verði dregnar tafarlaust til baka. Þeir hafna allri skerðingu á kjörum og samningsbundnum réttindum, þ.m.t. flatri launalækkun. Sameiginlega bera Alþingi, ríkisstjórnin og æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins fulla ábyrgð á framtíð Ríkisútvarpsins."
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira