Til skammar að RÚV sé í fararbroddi með fjöldauppsagnir 2. desember 2008 17:22 RÚV MYND/GVA Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum. Starfsfólk ríkisútvarpsins harmar einnig að fjársvelti og vanhugsuð stefna stjórnvalda og Alþingis hafi nú leitt til þess að skera verði niður um fimmtung með tilheyrandi fjöldauppsögnum. „Tekjur Ríkisútvarpsins hafa hins vegar dregist saman og ríkið hefur ekki staðið við þjónusamning. Að auki stendur til að setja hömlur á auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Verði hugmyndir um slíkt að veruleika, munu tekjur fyrirtækisins dragast saman um mörg hundruð milljónir með tilheyrandi samdrætti og uppsögnum tuga starfsmanna," segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins og það sé til skammar að það skuli vera í fararbroddi með fjöldauppsagnir þegar útlit er fyrir mesta atvinnuleysi í áratugi. „Hvernig getur það mögulega samræmst hagsmunum almennings eða ríkissjóðs að segja upp ríkisstarfsmönnum, til þess eins að greiða þeim atvinnuleysisbætur? Sparnaðurinn er enginn þegar á heildina er litið, en skaði einstakra starfsmanna og Ríkisútvarpsins í heild er hins vegar gríðarlegur." Starfsmenn Ríkisútvarpsins harma að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki séð aðra leið en að segja upp fólki og skerða laun. Rétt væri að þeir litu í eigin barm og deildu kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki er hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk er rekið í sparnaðarskyni. „Starfsmenn Ríkisútvarpsins krefjast þess að nýtilkynntar uppsagnir verði dregnar tafarlaust til baka. Þeir hafna allri skerðingu á kjörum og samningsbundnum réttindum, þ.m.t. flatri launalækkun. Sameiginlega bera Alþingi, ríkisstjórnin og æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins fulla ábyrgð á framtíð Ríkisútvarpsins." Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Starfsmannafundur var haldinn hjá Ríkisútvarpinu í dag þar sem m.a. var samþykkt ályktun. Björn Malmquist formaður starfsmannafélagsins segir að hátt í tvö hundruð manns hafi mætt á fundinn og mikill hugur hafi verið í fólki. Í ályktuninni segir að aðgerðir undafarinna daga séu alvarleg aðför að Ríkisútvarpinu en réttara væri að almannavaldið stæði vörð um stofnunin á erfiðum tímum. Starfsfólk ríkisútvarpsins harmar einnig að fjársvelti og vanhugsuð stefna stjórnvalda og Alþingis hafi nú leitt til þess að skera verði niður um fimmtung með tilheyrandi fjöldauppsögnum. „Tekjur Ríkisútvarpsins hafa hins vegar dregist saman og ríkið hefur ekki staðið við þjónusamning. Að auki stendur til að setja hömlur á auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Verði hugmyndir um slíkt að veruleika, munu tekjur fyrirtækisins dragast saman um mörg hundruð milljónir með tilheyrandi samdrætti og uppsögnum tuga starfsmanna," segir í ályktuninni. Þar segir ennfremur að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag í eigu ríkisins og það sé til skammar að það skuli vera í fararbroddi með fjöldauppsagnir þegar útlit er fyrir mesta atvinnuleysi í áratugi. „Hvernig getur það mögulega samræmst hagsmunum almennings eða ríkissjóðs að segja upp ríkisstarfsmönnum, til þess eins að greiða þeim atvinnuleysisbætur? Sparnaðurinn er enginn þegar á heildina er litið, en skaði einstakra starfsmanna og Ríkisútvarpsins í heild er hins vegar gríðarlegur." Starfsmenn Ríkisútvarpsins harma að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki séð aðra leið en að segja upp fólki og skerða laun. Rétt væri að þeir litu í eigin barm og deildu kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki er hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk er rekið í sparnaðarskyni. „Starfsmenn Ríkisútvarpsins krefjast þess að nýtilkynntar uppsagnir verði dregnar tafarlaust til baka. Þeir hafna allri skerðingu á kjörum og samningsbundnum réttindum, þ.m.t. flatri launalækkun. Sameiginlega bera Alþingi, ríkisstjórnin og æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins fulla ábyrgð á framtíð Ríkisútvarpsins."
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira