Innlent

Samkomulag um háspennulínu

Deilur sem staðið hafa misserum saman um nýja háspennulínu til Suðurnesja hafa verið leystar með samkomulagi Landsnets, Hafnarfjarðarbæjar og Voga.

Línulögnin er forsenda álvers í Helguvík. Samkomulagið, sem er með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, gerir ráð fyrir að raflínur verði færðar fjær byggðinni við Hafnarfjörð á næstu árum og nýtt tengivirki í stað Hamraness reist fjær bænum innan áratugar.

Vogamenn náðu hins vegar ekki fram kröfu um að línan yrði lögð í jörð á Suðurnesjum, fyrr en í fyrsta lagi eftir tuttugu ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×