Enski boltinn

Árangurinn kom Ronaldo á óvart

AFP

Cristiano Ronaldo hefur viðurkennt að hann hafi ekki átt von á því að verða einn af bestu leikmönnum heims svo ungur að aldri.

Ronaldo var í gær kjörinn leikmaður ársins hjá FifPro fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United.

"Ég hef alltaf haft trú á hæfileikum mínum og er metnaðarfullur leikmaður. Ég reyni alltaf að bæta mig á hverju ári - ekki af því mér finnst ég þurfa að sanna mig fyrir neinum, heldur af því ég vil verða sá besti. Ég sá það alveg mögulegt að ég gæti orðið besti leikmaður í heimi, en ég er enn ungur og ef ég á að vera hreinskilinn - bjóst ég ekki við því að ná þessum árangri svona snemma," sagði hinn 23 ára gamli Portúgali.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×