Innlent

Frjálslyndir mótmæla stýrivaxtahækkun

MYND/Sigurður Jökull

Þingflokkur Frjálslynda flokksins mótmælir hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Í yfirlýsingu frá flokknum segir að lækkað hefði átt stýrivexti til þess að vinna gegn atvinnuleysi og styrkja grundvöll framleiðslufyrirtækjanna.

Með hækkun stýrivaxta sé unnið gegn framfarasókn og endurreisn íslensks atvinnulífs. Þessi stýrivaxtahækkun stuðli að fjöldaatvinnuleysi og vegi að hagsmunum heimilanna. Þá lýsir þingflokurinn ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna háskalegrar vaxtastefnu.

Bendir hann á að seðlabankar flestra landa hafi lækkað stýrivexti til að efla atvinnustarfsemi í löndum sínum. „Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur þessa stýrivaxtahækkun benda eindregið til þess að ekki sé um markvissa heildarstefnu að ræða í efnahagsmálum af hálfu stjórnvalda," segir einnig í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×