Innlent

61 þúsund manns mótmæla framferði Breta

Tæplega 61 þúsund manns hafa skrifað nafn sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence, en síðan var opnuð á fimmtudaginn 22. október. Undirskriftirnar verða afhentir innan skamms.

Aðstandendur síðunnar ætla að opna símaver á morgun þar sem fólki mun gefast kostur á að hringja  í vini og ættingja erlendis með það fyrir augum að fjölga þeim sem hafa ritað nafn sitt á undirskriftalistann.

Á síðunni er ávarp til Breta um að standa með almenningi á Íslandi í þeirri viðleitni að binda enda á diplómatískar erjur milli ríkissstjórna landanna. Það sé von þeirra að hægt verði að koma í veg fyrir frekara efnahagslegt tjón í löndunum tveimur og uppbygging geti hafist og það tjón sem orðið hefur fengist bætt.

Nokkuð hefur verið fjallað um átakið í erlendum fjölmiðlum en markmiðið er að afhenda breskum yfirvöldum yfirlýsinguna og undirskriftalistann í viðurvist fjölmiðla.

Hægt er að nálgast undirskriftarlistann hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×