Innlent

Marorka fær umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Marorku.
Jón Ágúst Þorsteinsson er forstjóri Marorku.

Forsvarsmenn fyrirtækisins Marorku tóku í kvöld við umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs sem veitt voru ásamt öðrum verðlaunum í tengslum við þing ráðsins í Helsinki. Marorka hlýtur verðlaunin, sem nema 350 þúsund dönskum krónum, fyrir að hafa þróað orku- og brennslukerfi fyrir sjávarútveginn sem hefur stuðlað að minni orkunotkun.

Þá hlaut danski rithöfundurinn Naja Marie Aidt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og sænski kvikmyndaleikstjórinn Ray Andersson og framleiðandinn Pernilla Sandstrøm hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs féllu danska tónsmiðinum Peter Bruun í skaut fyrir tónlistarleikinn Miki Alone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×