Erlent

Sýrlendingar loka bandarískum skóla og menningarmiðstöð

Frá Damaskus.
Frá Damaskus. MYND/Getty

Sýrlensk stjórnvöld ákváðu í dag að loka bandarískum skóla og menningarmiðstöð í höfuðborginni Damaskus og mótmæla þannig árás bandaríkjahers á býli í Sýrlandi um helgina.

Sýrlendingar segja að átta borgarar hafi fallið í árásinni en Bandaríkjamenn segjast hins vegar hafa verið að ráðast gegn al-Qaida liðum sem hafi smyglað uppreisnarmönnum inn í Írak.

Þá greinir SANA-fréttastofan í Sýrlandi frá því að sýrlenska ríkisstjórnin hafi einnig ákveðið að fresta fundi með írökskum yfirvöldum í næsta mánuði vegna uppákomunnar. Hefur utanríkisráðherra Sýrlands kallað aðgerðir Bandaríkjamanna hryðjuverk og farið fram á að bæði Bandaríkjamenn og Írakar rannsaki málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×