Erlent

Kvartað yfir Palin-brúðu í snöru

Brúða af varaforsetaefninu Söru Palin hangandi í snöru fyrir framan heimili í Hollywood þykir í besta falli ósmekkleg hrekkjavökuskreyting.

Allnokkrar kvartanir hafa borist vegna þessarar skreytingar. Auk þess sem Sara Palin er hangandi í snöru utan á húsinu sést forsetaframbjóðandinn John McCain standa upp úr reykháf hússins og leika um hann eldar vítis. Lögreglan hefur þó ekki séð ástæðu til aðgerða. Miðað við hverjir hanga þarna má telja líklegt að húsráðandinn sé demókrati.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×