Fótbolti

Tap hjá Arnóri og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason og félagar í Heerenveen töpuðu í gær fyrir Spörtu Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 4-1.

Arnór lék síðustu 20 mínútur leiksins en staðan var markalaus í hálfleik.

Alls fóru þrír leiki fram í deildinni í gær. NAC vann 2-0 sigur á Vitesse og Groningen vann 5-2 sigur á Roda á útivelli þar sem Svíinn Marcus Berg fór á kostum og skoraði fyrstu fjögur mörk Groningen.

Heerenveen er í sjöunda sæti deildarinnar með 27 stig. AZ Alkmaar, lið Kolbeins Sigþórssonar, er á toppnum en Twente, lið Bjarna Þórs Viðarssonar, í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×