Innlent

Ræða Davíðs var pólitísk

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir.

Stjórnarformaður Auðar Capital, Halla Tómasdóttir, segir að ræða Davíð Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, á fundi Viðskiptaráðs í morgun hafi fyrst og fremst verið pólitísk. Í Kastljósi fyrr í kvöld gerði hún athugasemd við að í klukkutíma langri ræðu hafi Davíð ekki talað um peningamálastefnuna og jafnframt ekki litið fram á veginn.

Halla sagði að Íslendingar hefðu tapað trúðverðugleika og trausti og það sé ekki gott að á sama tími skjóti Seðlabankinn föstum skotum að ríkisstjórninni.

Pólitíkin kemur í veg fyrir að tekist er á við vandamálin, að mati Höllu. Skýra verði frá því hver framtíðarsýn stjórnvalda sé. Forystan verði að koma frá Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Halla telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Einnig verði að skipta út ákveðnum ráðherrum en Halla vildi þó ekki tilgreina hverjir eigi að hennar mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×