Erlent

Vonast til að Rasmussen læri af Obama

MYND/AP

Danir binda miklar vonir við að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra dragi lærdóm af Barack Obama, nýkjörnum Bandaríkjaforseta, í efnahags-, öryggis- og umhverfismálum.

Ýmislegt er talið benda til þess að Rasmussen fylgist náið með stefnumálum Obama þar sem hann lætur það nú í veðri vaka að stefna Danmerkur verði á stærð við tunglferðaáætlun. Flestir Danir vonast til þess að Rasmussen boði átak í að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og kynni einnig aðgerðir til að gera Dani síður háða olíuframleiðslu Mið-Austurlanda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×