Innlent

Koma til Íslands í augnaðgerðir

Útlendingar, einkum Færeyingar, eru farnir að leggja leið sína hingað til lands til að fara í laser-augnaðgerðir þar sem þær eru orðnar mun ódýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum vegna gengislækkunar krónunnar.

Þannig hafa tveir til þrír útlendingar daglega gengist undir slíkar aðgerðir hjá fyrirtækinu Laser sjón að undanförnu. Þórður Sverrisson læknir sagði í viðtali við Fréttastofuna að fyrirspurnir hefðu borist víðar frá Norðurlöndunum og ásókn útlendinga í þessar aðgerðir hefði fyllt upp í afpantanir Íslendinga og gott betur.

Slíkar aðgerðir eru hátt í helmingi ódýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og telur Þórður að fleiri heilbrigðisgreinar eigi tækifæri á þessum markaði við núverandi aðstæður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×