Innlent

Ráðist á lögreglumenn í nótt

Ráðist var á tvo lögreglumenn að tilefnislausu í Hraunbænum í nótt. Sparkað var í höfuð annars þeirra þar sem hann lá í götunni og hlaut hann skurð á höfuð. Tildrög málsins voru þau að kvartað var yfir hávaða frá íbúð í Hraunbæ klukkan rúmlega eitt í nótt og mættu tveir lögreglumenn á staðinn og mæltust til þess að dregið yrði úr hávaðanum.

Er þeir voru að yfirgefa staðinn kom hópur manna út úr íbúðinni og réðst að lögreglumönnunum með höggum og spörkum. Lögreglumennirnir sendu út neyðarkall og skömmu síðar barst þeim liðsauki. Þá höfðu árásarmennirnir flúið í bílum en lögreglu tókst að hafa uppi á þeim.

Sjö voru handteknir og voru þeir vistaðir í fangageymslum í nótt. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir á þrítugsaldri og er verið að vinna í því að yfirheyra þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×