Innlent

Bauð upp á birkivín frá Hallormsstaðarskógi

Danskur skógræktarmaður bauð upp á nýbruggað birkivín í Hallormsstaðaskógi fyrir austan í gær. Birkivínið fæst úr safa birkitrjánna í Hallormsstaðaskógi og í sólskininu í gær var kominn tími til að bragða á uppskerunni. Morten Leth er með ýmsar bragðtegundir. Fréttaritara Stöðvar tvö fannst sítrónuvínið skást; passa kanski með fiski.

Morten vinnur hjá Skógrækt ríkisins, en hvort önnur ríkisstofnun sem sýslar með afurðir skógarbænda - sumsé Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - hefur komið nálægt málinu fylgir ekki þessari sögu.



Uppskrift að birkivíni, þróuð og útfærð af Morten Leth, skógræktarráðunauti:




Til þess að gera 20 lítra af birkivíni þarf:

18 lítra af birkisafa

2 kíló af sykri

einn gerpoka (eins og fylgja með bruggdóti)

Þessu er blandað saman og látið standa í 5 daga

Þá bætist við:

2 lítrar af birkisafa

2 kíló af sykri.

Þetta er látið standa í um það bil 3 vikur

Þá er settur gerstoppari í kútinn og beðið

í um það bil 5 daga. Þegar vínið er fallið

má setja það á flöskur.

Tilbrigði er hægt að gera við svona vín,

til dæmis má skera niður 5 sítrónur

(óflysjaðar) og láta liggja í miðinum, sem gerir

ferskan og góðan keim..

Einnig er hægt að sjóða niður 20 lítra af birkisafa

niður í 2 lítra til þess að gera sterkara bragð.

Til þess að verða sér úti um birkisafa þarf að gæta eins,

Honum má einungis ná rétt áður en laufin byrja að falla

sem er um miðbik apríl fram undir miðjan maí.

Þannig nær maður birkisafa birkisafa:

Birkitré sem eru um það bil 20 sentimetra breið

eru um 50 ára gömul. Borað er gat, um það bil metra

fyrir ofan jörð, 12 sentimetra djúpt og trekt stungið í gatið

og látið leka. Einnig má brjóta grein af of láta leka úr sárinu.

Þetta hefur engin ill áhrif á trén. Safann nota trén til þess

að fá blöðin til þess að vaxa, og þegar þau hafa lokið því og eru farin

að fölna má fá safann lánaðan hjá trénu. Sumsé fullkomlega

umhverfisvænt.

Safinn er síðan geymdur eins og um mjólk væri að ræða,

í kæli og ekki lengur en í fimm daga. Ef að finnst járnbragð

af honum, þá er hann ónýtur. Einnig má frysta safann, þannig að

hægt er að búa til birkivín allan ársins hring.

Verði ykkur að góðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×