Dramatík lokaumferðarinnar í hnotskurn (myndband) 29. september 2008 15:24 Hinn litríki Hörður Magnússon fór mikinn að vanda þegar hann lýsti leik Keflavíkur og Fram í æsilegri lokaumferð Landsbankadeildarinnar á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Lokaumferðin var ein sú dramatískasta í sögunni og eins og flestir vita stóðu FH-ingar uppi sem sigurvegarar eftir sigur á Fylki í Árbænum á meðan Keflavík lá heima fyrir Fram. Dramatíkin í Keflavík var þvílík að Hörður var nánast raddlaus eftir hamaganginn á lokamínútunum og eins og heyra má í myndskeiðinu með fréttinni, tók hann á öllu sem hann átti þegar hann lýsti sigurmarki Hjálmars Þórarinssonar í Keflavík. "Það var gríðarleg spenna í loftinu, maður fann það strax, en það gerðist nánast ekkert í fyrri hálfleik og við vorum bara í vandræðum með að halda okkur vakandi. Við Maggi (Magnús Gylfason) héldum að stefndi í sigur Keflavíkur eftir að þeir komust yfir, því Fram hefur nú ekki gengið vel þegar liðið hefur lent undir," sagði Hörður í samtali við Vísi. Undir lokin fór hinsvegar heldur betur að hitna í kolunum þegar Fram jafnaði leikinn og komst síðar yfir - og ljóst var að FH var að vinna sinn leik í Árbænum.Raddlaus "Maður hefur nú oft sleppt sér þegar maður hefur verið að lýsa þessum leikjum, en ég held ég hafi aldrei sleppt mér jafnmikið og þegar Hjálmar skoraði. Ég öskraði bara Hjálmar, Hjálmar - og svo tók Maggi bara við," sagði Hörður léttur í bragði. "Röddin hefur oft verið betri en eftir leikinn." Flestir vita að Hörður er FH-ingur í húð og hár og lék með liðinu um árabil. Hann segir það ekki hafa áhrif á sig í lýsingum sínum. "Menn vita alveg með hvaða liði ég held en ég læt það ekki hafa áhrif á mig þegar ég er að lýsa. Svo hef ég nú ekki lýst mörgum FH-leikjum í gegn um tíðina. Ég held að viðbrögðin hefðu verið alveg þau sömu ef það hefði verið Keflavík sem var að skora í lokin. Það er mér bara eðlislægt að gera þetta af lífi og sál," sagði Hörður. Hann segist finna til með Keflvíkingum. "Ég var í þessari sömu stöðu sem leikmaður árið 1989 þegar við þurftum sigur í lokaumferð til að tryggja okkur titilinn. Það er mjög sárt og það læddist að mér sá grunur fyrir þennan leik að þetta yrði erfitt fyrir Keflvíkinga," sagði Hörður. Spáði FH titlinum Hann segist hafa verið orðinn ansi vondaufur um að FH næði að vinna titilinn eftir skellinn gegn Fram á dögunum. "Maður var vonlítill þarna fyrst eftir Fram-leikinn, en eftir hann var FH í góðri stöðu til að setja pressu á Keflavík og það gerðu þeir. Ég held að ég hafi verið eini maðurinn á íþróttadeildinni sem spáði FH titlinum í sumar. Ég hafði tröllatrú á liðinu." Í kvöld klukkan 20:15 verður síðasti þáttur sumarsins um Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport og þar verður leiktíðin gerð upp. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Hinn litríki Hörður Magnússon fór mikinn að vanda þegar hann lýsti leik Keflavíkur og Fram í æsilegri lokaumferð Landsbankadeildarinnar á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Lokaumferðin var ein sú dramatískasta í sögunni og eins og flestir vita stóðu FH-ingar uppi sem sigurvegarar eftir sigur á Fylki í Árbænum á meðan Keflavík lá heima fyrir Fram. Dramatíkin í Keflavík var þvílík að Hörður var nánast raddlaus eftir hamaganginn á lokamínútunum og eins og heyra má í myndskeiðinu með fréttinni, tók hann á öllu sem hann átti þegar hann lýsti sigurmarki Hjálmars Þórarinssonar í Keflavík. "Það var gríðarleg spenna í loftinu, maður fann það strax, en það gerðist nánast ekkert í fyrri hálfleik og við vorum bara í vandræðum með að halda okkur vakandi. Við Maggi (Magnús Gylfason) héldum að stefndi í sigur Keflavíkur eftir að þeir komust yfir, því Fram hefur nú ekki gengið vel þegar liðið hefur lent undir," sagði Hörður í samtali við Vísi. Undir lokin fór hinsvegar heldur betur að hitna í kolunum þegar Fram jafnaði leikinn og komst síðar yfir - og ljóst var að FH var að vinna sinn leik í Árbænum.Raddlaus "Maður hefur nú oft sleppt sér þegar maður hefur verið að lýsa þessum leikjum, en ég held ég hafi aldrei sleppt mér jafnmikið og þegar Hjálmar skoraði. Ég öskraði bara Hjálmar, Hjálmar - og svo tók Maggi bara við," sagði Hörður léttur í bragði. "Röddin hefur oft verið betri en eftir leikinn." Flestir vita að Hörður er FH-ingur í húð og hár og lék með liðinu um árabil. Hann segir það ekki hafa áhrif á sig í lýsingum sínum. "Menn vita alveg með hvaða liði ég held en ég læt það ekki hafa áhrif á mig þegar ég er að lýsa. Svo hef ég nú ekki lýst mörgum FH-leikjum í gegn um tíðina. Ég held að viðbrögðin hefðu verið alveg þau sömu ef það hefði verið Keflavík sem var að skora í lokin. Það er mér bara eðlislægt að gera þetta af lífi og sál," sagði Hörður. Hann segist finna til með Keflvíkingum. "Ég var í þessari sömu stöðu sem leikmaður árið 1989 þegar við þurftum sigur í lokaumferð til að tryggja okkur titilinn. Það er mjög sárt og það læddist að mér sá grunur fyrir þennan leik að þetta yrði erfitt fyrir Keflvíkinga," sagði Hörður. Spáði FH titlinum Hann segist hafa verið orðinn ansi vondaufur um að FH næði að vinna titilinn eftir skellinn gegn Fram á dögunum. "Maður var vonlítill þarna fyrst eftir Fram-leikinn, en eftir hann var FH í góðri stöðu til að setja pressu á Keflavík og það gerðu þeir. Ég held að ég hafi verið eini maðurinn á íþróttadeildinni sem spáði FH titlinum í sumar. Ég hafði tröllatrú á liðinu." Í kvöld klukkan 20:15 verður síðasti þáttur sumarsins um Landsbankamörkin á Stöð 2 Sport og þar verður leiktíðin gerð upp.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira