Enski boltinn

Ronaldo viðurkenndi mistök dómarans

Hér má sjá mynd af atvikinu umdeilda
Hér má sjá mynd af atvikinu umdeilda AFP

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, segir að Cristiano Ronaldo og félagar hans í liði Manchester United hafi allir viðurkennt að Ronaldo hefði aldrei átt að fá dæmda vítaspyrnu í leik liðanna á laugardaginn.

Umdeildur vítaspyrnudómur Rob Styles dómara olli nokkru fjaðrafoki á Englandi um helgina og svo virðist sem allir séu sammála um að dómarinn hafi gert mistök.

Cristiano Ronaldo fékk dæmt víti þegar hann féll undan tæklingu Jlloyd Samuel í teignum, en gerði sig ekki líklegan til að heimta víti frekar en aðrir leikmenn United.

Hann neitaði hinsvegar ekki tækifæri til að koma United yfir í leiknum og skoraði sjálfur úr spyrnunni. Síðar bætti Wayne Rooney við laglegu marki og United vann leikinn 2-0.

Kevin Nolan fyrirliði Bolton var gáttaður á framvindu mála eins og svo margir aðrir.

"Ronaldo viðurkenndi að þetta hefði ekki verið víti og sömu sögu er að segja af þeim Darren Fletcher og Carlos Tevez sem sáu atvikið vel. Það var hinsvegar maðurinn í svörtu sem hafði lokaorðið og United-mennirnir áttu ekki orð yfir heppni sinni," sagði Nolan.

Breskir fjölmiðlar halda því fram að Styles dómari hafi sent Bolton tölvupóst þar sem hann harmi vítaspyrnudóminn, því hann hafi augljóslega verið rangur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×