Íslenski boltinn

Framarar til reynslu hjá Viking

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hannes Þór átti frábært tímabil með Fram.
Hannes Þór átti frábært tímabil með Fram.

Tveir lykilmenn úr Landsbankadeildarliði Fram halda til Noregs á morgun þar sem þeir verða til reynslu hjá Víking í Stafangri. Þetta eru markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og sóknarmaðurinn Ívar Björnsson.

Hannes var einn besti markvörður Landsbankadeildarinnar í sumar og fékk á sig fæst mörk allra. Ívar skoraði átta mörk í deildinni og var sérstaklega drjúgur síðari hluta mótsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×